Almennar fréttir / 24. apríl 2015

Fyrsta skóflustunga tekin vegna upphafs framkvæmda við Hörpureit

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf., Gísli Steinar Gíslason  og Guðni Rafn Eiríksson fyrir hönd Landstólpa þróunarfélags, tóku fyrstu skóflustunguna vegna upphafs framkvæmda við reit 1 og 2 við Austurbakka í Reykjavík á sumardaginn fyrsta.

Reginn hefur áður tilkynnt um kaupsamning á 8.000 m2 útleigurými og verður rými Regins að mestu staðsett á 1. og 2. hæð bygginganna. Hið keypta er afhent fullgert að utan og sameign en útleigusvæði tilbúin til innréttinga.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru hluti af stærsta byggingaverkefni fram til þessa í hjarta Reykjavíkur. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja á reitum 1 og 2 við Austurbakka,  21.400 m2  ofanjarðar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjölbreytt húsnæði fyrir ýmsa  atvinnustarfsemi, s.s. verslanir, veitingahús, skrifstofur og þjónustu. Auk þess verður byggður bílakjallari á reitnum sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á lóðinni, allt að Hörpu.  Áætlað að sameiginlegur kjallari rúmi um 1.000 bíla.




Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.