Almennar fréttir / 13. ágúst 2012

Fréttatilkynning

Reginn hf. vill vekja  athygli á að Landsbankinn hefur tilkynnt Regin að bankinn hafi náð samkomulag við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) varðandi sölu á eignarhlut í Reginn hf.

 Þar kemur fram varðandi Reginn hf. að bankinn hafi skuldbundið sig til að selja 75% hlutafjár sins í félaginu fyrir árslok 2012.  Hvað varðar það hlutafé sem eftir stendur eða 25% hlutur í félaginu verður boðið til sölu fyrir árslok árið 2013 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Rétt er að benda á að í skráningarlýsingu Regins sem gefin var út 11. júní s.l. kemur fram að Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. hefur skuldbundið sig til að selja ekkert af 25% hlut sínum í Reginn næstu tíu mánuði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni.  Viðskipti með bréf félagsins hófst 2. júlí sl.  Þetta er því í fullu samræmi við þau fyrirheit sem ESA voru veitt.


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.