Dótturfélög Regins hf., þau Almenna byggingafélagið ehf, Goshóll ehf, Stórhöfði ehf. og VIST ehf. eru á lista Creditinfo árið 2013 yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.
Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá náðu aðeins 462 að uppfylla þær kröfur sem settar eru til að komast inn á þennan lista.
Kröfurnar sem Creditinfo setur og fyrirtækin þurfa að uppfylla til að standast styrkleikamatið eru m.a.
- Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2010-2012
- Að vera með jákvætt áhættumat Creditinfo: CIP flokkar 1-3 (minna en 0,5% líkur á alvarlegum
vanskilum) í janúar 2014
- Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, 2010-2012
- Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð, 2010-2012
- Að eignir séu 80 milljónir kr. eða meira rekstrarárin 2010-2012
- Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010-2012
- Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
- Að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
Þann 13. febrúar á Hótel Nordica veitti Bjarni Benediktson fjármálaráðherra nokkrum fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri árið 2013 jafnframt því sem heildarlistinn yfir framúrskarandi fyrirtæki var birtur en hann má nálgast á vef Creditinfo.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
