Framboðsfrestur til stjórnar Regins hf. rann út þann 16. apríl sl.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:
Í framboði til aðalstjórnar eru:
Albert Þór Jónsson, kt. 180562-3119
Benedikt K. Kristjánsson, kt. 190952-4879
Bryndís Hrafnkelsdóttir, kt.070864-7899
Jón Steindór Valdimarsson, kt. 270658-6609
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, kt. 180877-4249
Tómas Kristjánsson, kt. 151165-3389
Í framboði til varastjórnar eru:
Finnur Reyr Stefánsson, kt. 140169-3659
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, kt. 100369-5839
Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Frambjóðendur til varastjórnar eru sjálfkjörnir.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi.
Krafa um margfeldiskosningu
Stjórn Regins hf. hafa borist kröfur frá hluthöfum um að beitt verði margfeldiskosningu til kosningar stjórnar Regins hf. sem fram fer á aðalfundi félagsins þann 21. apríl næstkomandi. Umræddar kröfur bárust stjórn innan tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 1/10 hlutafjár sbr. 23. gr. samþykkta félagsins og 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið.
Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti sbr. c. lið 6. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.
Kópavogur, 17. apríl 2015
Stjórn Regins hf
Frambjóðendur til stjórnar Regins hf. 2015

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
