Almenna verkfræðistofan hf. fyrir hönd Regins ehf. leitar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í alútboði fyrir hönnun og byggingu kvikmyndahúss í Egilshöll að Fossaleyni 1, Reykjavík. Um er að ræða yfirtöku á framkvæmdum við stækkun Egilshallar sem stöðvuðust haustið 2008. Viðbyggingin er skráð 7.378 fermetrar að stærð á þremur hæðum og kjallara og er ætlað að hýsa fjóra sýningarsali í kvikmyndahúsi. Væntanlegur alverktaki mun taka við húsinu í því ástandi sem það er nú, ásamt hönnunargögnum sem fyrirliggjandi eru hjá byggingarfulltrúa.
Helstu upplýsingar um útboðið
- Afhending útboðsgagna: 21. desember 2009
- Áætlað upphaf verks: 1. febrúar 2010
- Verklok: 15. ágúst 2010
Áhugasamir geta óskað eftir forvalsgögnum á rafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið emil@almenna.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Almennu verkfræðistofunnar hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík eigi síðar en mánudaginn 14. desember 2009 kl. 12:00.

Hverfahleðsla við Smáralind

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
