Almennar fréttir / 13. október 2014

Evrópumót í keilu í Egilshöll

Dagana 13. til 19. október verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. 

Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu þau Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir Íslandsmeistara einstaklinga 2014.

Um 65 erlendir þátttakendur eru skráðir á mótið og er áætlað að fjöldi þáttakenda og aðstoðarmanna verði um 140 talsins.

Sjónvarpað verður frá mótinu bæði á rásum RÚV Sport laugardaginn 18.  október og á SportTV alla dagana. Úrslitin verða svo í beinni á báðum stöðvunum.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, keppendur o.fl., má finna á vefsíðu mótsins www.ecc2014.is


 

 


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.