Almennar fréttir / 16. ágúst 2013

Esprit í Smáralind

Nýverið opnaði Esprit verslun í Smáralind. Esprit er alþjóðleg tískufatakeðja sem býður upp á fjölbreytt úrval af dömu- og herrafatnaði auk margskonar fylgihluta. Nýja verslunin er í 250 fermetra rými á 1. hæð við hliðina á Drangey og Karakter.

Esprit hefur verið starfrækt frá árinu 1968 og á uppruna sinn að rekja til San Francisco. Í dag eru verslanir yfir 1000 talsins í yfir 40 löndum en vörur þess eru einnig seldar hjá fleiri en 10 þúsund endursöluaðilum. 

                                                 esprit-verslun

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.