Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. lýkur endurfjármögnun allra langtímalána

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind, hefur lokið endurfjármögnun á öllum langtímalánum sínum. Félagið hefur tekið ný hagstæðari lán hjá Landsbankanum og Íslandsbanka til að greiða upp óhagstæðari erlend og innlend lán. Endurfjármögnunin er liður í að styrkja rekstur þess og lækka vaxtakostnað.

Nýju lánin eru verðtryggð í íslenskum krónum sem dregur úr áhættu, þar sem stærstur hluti leigusamninga félagsins eru verðtryggðir. Einnig dregur úr greiðslubyrði lána frá því sem nú er.

Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. er með sterka lausafjárstöðu og góðan rekstur og mun endurfjármögnunin styrkja rekstur þess enn frekar.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.