Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Dugguvogur 2 - Niðurrif og förgun

Reginn ehf., auglýsir hér með eftir tilboðum í niðurrif og förgun á bárujárnsklæddu timburhúsi á steyptum sökkli við Dugguvog 2 í Reykjavík, alls 180 m2.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 22. ágúst 2011. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu senda tölvupóst á netfangið bergsveinn@reginnehf.is og óska eftir útboðsgögnum. Gefa þarf upp nafn, kennitölu heimilisfang, símanúmer og umsækjanda.

Útboðsgögn verða send viðkomandi í tölvupósti. Gögn verða ekki afhent á annan hátt, hvorki prentuð né á geisladiski.

Skilafrestur tilboða er til kl 10:00 miðvikudaginn 31. ágúst. Tilboð verða þá opnuð á skrifstofu Regins ehf. að Borgartúni 25, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.