Baðhúsið hefur opnað stórglæsilega heilsulind fyrir konur í vesturenda Smáralindar. Í Baðhúsinu geta konur á öllum aldri hugað að líkama og sál en þar er og verður frábær líkamsræktaraðstaða með þremur æfingasölum og fullkomnum tækjasal búin Technogym tækjum. Einnig verður þarna glæsilegt spa-svæði með snyrti- og nuddstofu þar sem viðskiptavinirnir geta notið þess að slappa af og hvíla sig í afslöppuðu og notalegu umhverfi. Baðhúsið verður opnað í nokkrum skrefum en búið er að opna þrjá æfingasali og búningsaðstöðu. Innan skamms mun svo tækjasalurinn og spa-svæðið opna.
Glæsileg hönnun
Útlit Baðhúsins er allt mjög glæsilegt og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft. Mikill glamúr er í hönnuninni en meðal annars hefur verið reistur bronslaga skúlptúr í anda Chanel rósarinnar. ASK arkitektar sáu um hönnunina en Guðlaug Jónsdóttir arkitekt hannaði útlitið.


15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.