Almennar fréttir / 16. janúar 2014

Baðhúsið opnaði 14.01.2014

Logo Baðhús

Baðhúsið hefur opnað stórglæsilega heilsulind fyrir konur í vesturenda Smáralindar. Í Baðhúsinu geta konur á öllum aldri hugað að líkama og sál en þar er og verður frábær líkamsræktaraðstaða með þremur æfingasölum og fullkomnum tækjasal búin Technogym tækjum. Einnig verður þarna glæsilegt spa-svæði með snyrti- og nuddstofu þar sem viðskiptavinirnir geta notið þess að slappa af og hvíla sig í afslöppuðu og notalegu umhverfi. Baðhúsið verður opnað í nokkrum skrefum en búið er að opna þrjá æfingasali og búningsaðstöðu. Innan skamms mun svo tækjasalurinn og spa-svæðið opna. 

Glæsileg hönnun

Útlit Baðhúsins er allt mjög glæsilegt og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft. Mikill glamúr er í hönnuninni en meðal annars hefur verið reistur bronslaga skúlptúr í anda Chanel rósarinnar. ASK arkitektar sáu um hönnunina en Guðlaug Jónsdóttir arkitekt hannaði útlitið.

Linda P í Baðhúsinu Smáralind

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.