Nýverið var tekin upp auglýsing fyrir kortafyrirtækið American Express á Apótek Restaurant sem er með aðsetur í Austurstræti 16. Apótek Restaurant hóf starfsemi í húsinu í desember 2014, á sama tíma og Apótek Hótel.
Mikill fjöldi kom að gerð auglýsingarinnar en gert er ráð fyrir því að auglýsingin verði eingöngu sýnd erlendis. American Express hefur tekið áður þátt í svona verkefnum með góðum árangri.
Auglýsingin er önnur rós í hnappagatið fyrir veitingastaðinn vinsæla en auk þessa raðaði Apótek Restaurant sér á meðal 17 bestu veitingastaða á Nörðurlöndunum að mati Buzzfeed fyrir stuttu.
Mbl.is greindi frá málinu á dögunum, sjá hér og hér.
15.
maí

Hverfahleðsla við Smáralind
Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
10.
maí

Reginn hagnast um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi - EBITDA hækkar um 11,2%
8. maí sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2024 á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.
19.
apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars
Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.