Almennar fréttir / 8. nóvember 2019

9 mánaða uppgjör hefur verið birt

Rekstrartekjur námu 7.282 m.kr. og þar af námu leigutekjur 6.845 m.kr. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs var 26%. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 4.999 m.kr. sem er 33% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2018. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði til leigu hefur verið mjög góð og náðst hefur mikill og góður árangur í útleigu til opinberra aðila og sterkra félaga. Það sem af er ári hafa verið gerðir nýir leigusamningar fyrir um 38 þús. m . Þar af er endurnýjun eldri samninga um 24%.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.